Er áramótaheitið að byrja að spara? Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. janúar 2021 08:01 Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun