73 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum á geðlyfjum Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. janúar 2021 22:00 Neysla íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum á geðlyfjum hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. Getty 58,5% íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum voru með geðsjúkdómagreiningu árið 2018 og tóku 72,5% íbúa einhvers konar geðlyf að staðaldri. Neysla slíkra lyfja hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. 22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira