Segir sérþekkingu lífeindafræðinga kastað fyrir róða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. janúar 2021 21:01 Lífeindafræðingar sem störfuðu hjá Krabbameinsfélagi Íslands við að greina leghálssýni hafa orðið fyrir miklu höggi og sérþekkingu þeirra kastað fyrir róða. Þetta segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins um þá ákvörðun að flytja sýnagreiningu úr landi. Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira