„Það er búið að afhenda gripinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:00 Eames-hægindastóll með svörtu leðuráklæði og palísander-viði, líkt og sá sem konan keypti í ágúst 2018. Penninn Kona, sem stefndi Pennanum ehf. til að fá afhentan milljón króna hægindastól sem hún greiddi nær alfarið með inneignarnótum og gjafabréfi, fékk stólinn fyrir jól. „Það er búið að afhenda gripinn,“ segir Bjarki Sigursveinsson lögmaður konunnar í samtali við Vísi. Málið vakti talsverða athygli þegar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var birtur í byrjun desember. Penninn var þar dæmdur til að afhenda konunni umræddan stól, Eames-hægindastól með svörtu leðuráklæði og palísander-viði. Gjafabréf og inneignarnótur Konan keypti stólinn í ágúst 2018 fyrir rúma eina milljón króna. Hún greiddi fyrir hann með gjafabréfi upp á 465 þúsund krónur, inneignarnótum að upphæð 552 þúsund krónur og restina, um 18 þúsund krónur, borgaði hún með greiðslukorti. Inneignarnóturnar hafði konan öðlast með sölu notaðra skólabóka á skiptibókamarkaði. Penninn neitaði að afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að hún hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ í gegnum skiptibókamarkaðinn, auk þess sem ekki mætti nota nóturnar milli verslana eða til húsgagnakaupa. Nýjar skilareglur Pennans Penninn uppfærði skilareglur sínar eftir að konan keypti stólinn en þó áður en málið fór fyrir dóm. Samkvæmt reglunum geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“ Dómsmál Neytendur Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Það er búið að afhenda gripinn,“ segir Bjarki Sigursveinsson lögmaður konunnar í samtali við Vísi. Málið vakti talsverða athygli þegar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var birtur í byrjun desember. Penninn var þar dæmdur til að afhenda konunni umræddan stól, Eames-hægindastól með svörtu leðuráklæði og palísander-viði. Gjafabréf og inneignarnótur Konan keypti stólinn í ágúst 2018 fyrir rúma eina milljón króna. Hún greiddi fyrir hann með gjafabréfi upp á 465 þúsund krónur, inneignarnótum að upphæð 552 þúsund krónur og restina, um 18 þúsund krónur, borgaði hún með greiðslukorti. Inneignarnóturnar hafði konan öðlast með sölu notaðra skólabóka á skiptibókamarkaði. Penninn neitaði að afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að hún hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ í gegnum skiptibókamarkaðinn, auk þess sem ekki mætti nota nóturnar milli verslana eða til húsgagnakaupa. Nýjar skilareglur Pennans Penninn uppfærði skilareglur sínar eftir að konan keypti stólinn en þó áður en málið fór fyrir dóm. Samkvæmt reglunum geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“
Dómsmál Neytendur Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13
Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19