Landsliðskonur kanna ný tækifæri í sandinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 12:31 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er næstreyndasta landsliðskona sögunnar. Instagram/@vigfusdottir_gretarsdottir Íslensku landsliðskonurnar Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir hafa sett stefnuna á Ólympíuleikina í París 2024. Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021 Blak Ólympíuleikar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021
Blak Ólympíuleikar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira