Landsliðskonur kanna ný tækifæri í sandinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 12:31 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er næstreyndasta landsliðskona sögunnar. Instagram/@vigfusdottir_gretarsdottir Íslensku landsliðskonurnar Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir hafa sett stefnuna á Ólympíuleikina í París 2024. Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021 Blak Ólympíuleikar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021
Blak Ólympíuleikar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn