Talsmaður Roberts segir að hún hafi farið út að labba með hundana sína á aðfangadagskvöld. Þegar hún kom heim hafi svo liðið yfir hana.
Roberts var flutt á spítala þar sem hún var sett í öndunarvél en að því er segir í frétt TMZ er andlát hennar ekki vegna Covid-19. Dánarorsök liggur þó ekki nánar fyrir en Roberts var við góða heilsu áður en hún lést.
Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show.
Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans. Í That 70‘s Show lék Roberts síðan Midge, mömmu Donnu Pinciotti, sem var ein aðalpersóna þáttanna.
Þá var Roberts einnig þekkt fyrir fyrirsætustörf sín. Hún sat meðal annars fyrir í Playboy og lék í fjölda sjónvarpsauglýsinga.