Að mjólka læk, - og að móttaka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:01 Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun