Er á því að keppnin um titilinn sé áfram á milli Liverpool og Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:31 Portúgalarnir Diogo Jota hjá Liverpool og Bernardo Silva hjá Manchester City. Getty/Visionhaus Það er mikil spenna í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki jólahátíðarinnar en einn knattspyrnusérfræðingur sér samt ekki mikla breytingu á því hvaða lið eigi mestu möguleikana á því að verða enskur meistari í ár. Liverpool og Manchester City hafa barist um og unnið enska meistaratitilinn síðustu tímabil og hafa undanfarnar tvær leiktíðir verið í algjörum sérflokki. Enska úrvalsdeildin lítur út fyrir að vera miklu jafnari í ár en sumir eru enn á því að þetta sé áfram bara barátta á milli þessara tveggja liða. Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham, er knattspyrnusérfræðingur í þættinum Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, er einn af þeim sem eru enn sannfærðir um að það séu bara Liverpool og Manchester City sem eigi alvöru möguleika á titlinum. Danny Murphy says it's between Liverpool and Manchester City for the Premier League title.What do you think? #bbcfootball #LFC #ManCity pic.twitter.com/Y5nP6EpN63— BBC Sport (@BBCSport) January 4, 2021 „Ég sé ekkert annað en að Liverpool og Manchester City verði númer eitt og tvö þó svo að stuðningsmenn Manchester United séu auðvitað að vonast til að liðið þeirra geti gert eitthvað,“ sagði Danny Murphy „Ég held samt að það sé öruggt að ekkert lið eigi eftir að stinga af í ár. Þetta verða Liverpool og Manchester City í efstu tveimur sætunum og svo kannski nær Chelsea að kom til baka með þennan hóp sem liðið er með,“ sagði Danny Murphy. Liverpool og Manchester United eru efst í deildinni með 33 stig. Það er aðeins eitt stig niður í þriðja sætið (Leicster City) og bara fjögur stig nður í sjötta sætið (Everton). Manchester City er með 29 stig eins og Tottenham og Everton en City á leik inni á toppliðin og svo á liðið tvo leiki til góða á Leicester City. Aston Villa á líka leik inni en liðið er með 26 stig eins og Chelsea sem situr nú í sjöunda til tíunda sæti með Villa, Southampton og West Ham. Arsenal hefur unnið þrjá leiki í röð og með 23 stig eins og Leeds. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Liverpool og Manchester City hafa barist um og unnið enska meistaratitilinn síðustu tímabil og hafa undanfarnar tvær leiktíðir verið í algjörum sérflokki. Enska úrvalsdeildin lítur út fyrir að vera miklu jafnari í ár en sumir eru enn á því að þetta sé áfram bara barátta á milli þessara tveggja liða. Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham, er knattspyrnusérfræðingur í þættinum Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, er einn af þeim sem eru enn sannfærðir um að það séu bara Liverpool og Manchester City sem eigi alvöru möguleika á titlinum. Danny Murphy says it's between Liverpool and Manchester City for the Premier League title.What do you think? #bbcfootball #LFC #ManCity pic.twitter.com/Y5nP6EpN63— BBC Sport (@BBCSport) January 4, 2021 „Ég sé ekkert annað en að Liverpool og Manchester City verði númer eitt og tvö þó svo að stuðningsmenn Manchester United séu auðvitað að vonast til að liðið þeirra geti gert eitthvað,“ sagði Danny Murphy „Ég held samt að það sé öruggt að ekkert lið eigi eftir að stinga af í ár. Þetta verða Liverpool og Manchester City í efstu tveimur sætunum og svo kannski nær Chelsea að kom til baka með þennan hóp sem liðið er með,“ sagði Danny Murphy. Liverpool og Manchester United eru efst í deildinni með 33 stig. Það er aðeins eitt stig niður í þriðja sætið (Leicster City) og bara fjögur stig nður í sjötta sætið (Everton). Manchester City er með 29 stig eins og Tottenham og Everton en City á leik inni á toppliðin og svo á liðið tvo leiki til góða á Leicester City. Aston Villa á líka leik inni en liðið er með 26 stig eins og Chelsea sem situr nú í sjöunda til tíunda sæti með Villa, Southampton og West Ham. Arsenal hefur unnið þrjá leiki í röð og með 23 stig eins og Leeds.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira