Ari Eldjárn hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2020 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 17:55 Ari með verðlaunin, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Rannveigu Rist, fulltrúa dómnefndar. ISAL Ari Eldjárn, uppistandari og handritshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2020 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAL. Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Í tilkynningunni er stiklað á stóru yfir feril Ara. Hann stundaði MA nám í handritsgerð í Londan Film School árið 2006 og sinnti eftir það ýmsum störfum. Frá árinu 2009 hefur hann þó aðallega fengist við uppistand, ýmist einn eða með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Áramótaskop Ara hefur orðið vinsæll viðburður, en það er veigamikil uppistandssýning þar sem hann fer yfir það sem hæst bar á hverju ári. Seint á síðasta ári hóf streymisveitan Netflix svo að sýna sérstaka sýningu Ara, Pardon My Icelandic, og er hún aðgengileg Netflix-notendum í 190 löndum. „Í umsögn dómnefndar kemur fram að Ari tilheyri fámennum hópi listamanna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim sem tengja saman margar ólíkar listgreinar. Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nærumhverfi sem eru bráðfyndnar. Hann hefur einstakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og manneskjunni. Ari er sagnamaður nútímans og er frábær fulltrúi íslenskrar menningar,“ segir í tilkynningunni. Í dómnefndinni sem veitti verðlaunin eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Forseti Íslands Uppistand Grín og gaman Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Í tilkynningunni er stiklað á stóru yfir feril Ara. Hann stundaði MA nám í handritsgerð í Londan Film School árið 2006 og sinnti eftir það ýmsum störfum. Frá árinu 2009 hefur hann þó aðallega fengist við uppistand, ýmist einn eða með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Áramótaskop Ara hefur orðið vinsæll viðburður, en það er veigamikil uppistandssýning þar sem hann fer yfir það sem hæst bar á hverju ári. Seint á síðasta ári hóf streymisveitan Netflix svo að sýna sérstaka sýningu Ara, Pardon My Icelandic, og er hún aðgengileg Netflix-notendum í 190 löndum. „Í umsögn dómnefndar kemur fram að Ari tilheyri fámennum hópi listamanna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim sem tengja saman margar ólíkar listgreinar. Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nærumhverfi sem eru bráðfyndnar. Hann hefur einstakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og manneskjunni. Ari er sagnamaður nútímans og er frábær fulltrúi íslenskrar menningar,“ segir í tilkynningunni. Í dómnefndinni sem veitti verðlaunin eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Forseti Íslands Uppistand Grín og gaman Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira