Man Utd upp að hlið Liverpool á toppnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. janúar 2021 21:55 Boltinn á leið í netið. vísir/Getty Manchester United fékk Aston Villa í heimsókn á Old Trafford í síðari leik Nýársdags í ensku úrvalsdeildinni. Um var að ræða toppbaráttuslag þar sem fjórum stigum munaði á liðunum í öðru og fimmta sæti deildarinnar þegar kom að leik kvöldsins. Man Utd hóf leikinn af miklum krafti og settu gestina undir stífa pressu til að byrja með. Villa menn stóðust áhlaupið og jafnaðist leikurinn þegar leið á fyrri hálfleikinn. Heimamenn fóru engu að síður með forystu í leikhléið því Anthony Martial skallaði boltann í netið á 40.mínútu eftir góðan undirbúning Aaron Wan-Bissaka. Man Utd hélst forystan allt þar til á 58.mínútu þegar Bertrand Traore jafnaði metin fyrir Villa. Staðan var jöfn í örskamma stund því um mínútu síðar var Paul Pogba felldur í vítateig gestanna. Michael Oliver benti umsvifalaust á vítapunktinn, þangað sem Bruno Fernandes steig og skoraði af öryggi. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur 2-1 fyrir Man Utd sem hefur nú 33 stig í 2.sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og topplið Liverpool og hafa liðin bæði leikið sextán leiki. Fótbolti Enski boltinn
Manchester United fékk Aston Villa í heimsókn á Old Trafford í síðari leik Nýársdags í ensku úrvalsdeildinni. Um var að ræða toppbaráttuslag þar sem fjórum stigum munaði á liðunum í öðru og fimmta sæti deildarinnar þegar kom að leik kvöldsins. Man Utd hóf leikinn af miklum krafti og settu gestina undir stífa pressu til að byrja með. Villa menn stóðust áhlaupið og jafnaðist leikurinn þegar leið á fyrri hálfleikinn. Heimamenn fóru engu að síður með forystu í leikhléið því Anthony Martial skallaði boltann í netið á 40.mínútu eftir góðan undirbúning Aaron Wan-Bissaka. Man Utd hélst forystan allt þar til á 58.mínútu þegar Bertrand Traore jafnaði metin fyrir Villa. Staðan var jöfn í örskamma stund því um mínútu síðar var Paul Pogba felldur í vítateig gestanna. Michael Oliver benti umsvifalaust á vítapunktinn, þangað sem Bruno Fernandes steig og skoraði af öryggi. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur 2-1 fyrir Man Utd sem hefur nú 33 stig í 2.sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og topplið Liverpool og hafa liðin bæði leikið sextán leiki.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti