Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 23:30 Staða helstu flugfélaga í Bandaríkjunum er þröng EPA/ Erik S. Lesser Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira