Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2020 19:20 Breiður stuðningur virðist vera við það á Alþingi að ráðast stórar vegaframkvæmdir í samvinnu við einkaaðila. Stöð 2/Sigurjón Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala. Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Sjá meira
Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala.
Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Sjá meira