Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2020 19:20 Breiður stuðningur virðist vera við það á Alþingi að ráðast stórar vegaframkvæmdir í samvinnu við einkaaðila. Stöð 2/Sigurjón Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala. Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala.
Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira