Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 14:37 Eftir fimm ára rannsókn hafa Þjóðverjar borið kennsl á tvo rússneska hakkara sem réðust á þýska þingið árið 2015. EPA/FILIP SINGER Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna. Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna.
Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira