Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 14:37 Eftir fimm ára rannsókn hafa Þjóðverjar borið kennsl á tvo rússneska hakkara sem réðust á þýska þingið árið 2015. EPA/FILIP SINGER Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna. Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna.
Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira