Því fleiri sem sækja appið því betra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:42 Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira