Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2020 12:10 Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira