Lýsti kveðjusímtali við fjölskyldu sína fyrir öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 22:12 Bretar hafa orðið nokkuð illa úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og hafa rúmlega 28 þúsund dáið, samkvæmt opinberum tölum. Hér má sjá sérstakt Covid-19 sjúkrahús sem reist var í Skotlandi. EPA/Robert Perry Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51
Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45
Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33