Tilvalið að ráðast í úrbætur nú þegar ferðamenn eru færri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 10:57 Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins. Vísir/Egill Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40
Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26
Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00