Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 16:55 Frá landsfundi demókrata í Fíladelfíu árið 2016. Slíkir fundir eru mikið sjónarspil og fá frambjóðendur flokkana yfirleitt byr undir báða vængi í skoðanakönnunum, að minnsta kosti fyrstu vikurnar eftir fundina. AP/John Locher Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. „Við núverandi óvissuástand teljum við skynsamlegustu nálgunina að taka aukinn tíma í að fylgjast með hvernig málin þróast svo við getum búið flokkinn sem best undir öruggan og árangursríkan landsfund,“ sagði Joe Solmonese, formaður landsfundarnefndar Demókrataflokksins með vísan í kórónuveiruheimsfaraldurinn í yfirlýsingu í dag. Hafi faraldurinn rénað nægilega fer landsfundurinn því fram í viku 17. ágúst, að sögn Washington Post. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem leiðir forval Demókrataflokksins, hefur lýst fullum stuðningi við að fresta landsfundinum. Donald Trump forseti og Repúblikanaflokkur hans hefur sagt að stefnt sé að landsfundi flokksins með óbreyttu sniði 24. ágúst. Trump útilokaði að fundinum yrði aflýst í síðustu viku. Venju samkvæmt heldur sá flokkur sem heldur ekki forsetaembætti sínu landsfund sinn fyrst. Leiðtogar demókrata eru sagðir hafa áhyggjur af því að landsfundi þeirra yrði aflýst en að repúblikanar gætu haldið sinn. Það gæti gefið Trump forseta forskot í kosningabaráttunni en frambjóðendur flokkanna fá yfirleitt byr í seglin í skoðanakönnunum vikurnar eftir landsfund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. „Við núverandi óvissuástand teljum við skynsamlegustu nálgunina að taka aukinn tíma í að fylgjast með hvernig málin þróast svo við getum búið flokkinn sem best undir öruggan og árangursríkan landsfund,“ sagði Joe Solmonese, formaður landsfundarnefndar Demókrataflokksins með vísan í kórónuveiruheimsfaraldurinn í yfirlýsingu í dag. Hafi faraldurinn rénað nægilega fer landsfundurinn því fram í viku 17. ágúst, að sögn Washington Post. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem leiðir forval Demókrataflokksins, hefur lýst fullum stuðningi við að fresta landsfundinum. Donald Trump forseti og Repúblikanaflokkur hans hefur sagt að stefnt sé að landsfundi flokksins með óbreyttu sniði 24. ágúst. Trump útilokaði að fundinum yrði aflýst í síðustu viku. Venju samkvæmt heldur sá flokkur sem heldur ekki forsetaembætti sínu landsfund sinn fyrst. Leiðtogar demókrata eru sagðir hafa áhyggjur af því að landsfundi þeirra yrði aflýst en að repúblikanar gætu haldið sinn. Það gæti gefið Trump forseta forskot í kosningabaráttunni en frambjóðendur flokkanna fá yfirleitt byr í seglin í skoðanakönnunum vikurnar eftir landsfund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira