Ertu metin/n að verðleikum? Jöfnum leikinn! Helen Gray skrifar 3. apríl 2020 07:00 Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar