Færri með niðurgang en fleiri með kynsjúkdóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 21:48 Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans er í Fossvogi. Vísir/Egill Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira