Leikmannamarkaðurinn frosinn: „Maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 22:00 Guðmundur Guðmundsson er byrjaður að undirbúa lið Melsungen undir næstu leiktíð. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46