Strætó veitt undanþága frá tveggja metra reglunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 19:16 Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með mánudeginum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“ Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira