Norskur fjölskyldufaðir í 20 ára fangelsi fyrir „hreina aftöku“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:05 Oscar André Ocampo Overn var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann er transpiltur og fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá árið 2018. Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira