Geðrænar afleiðingar vegna Covid-19 koma fram síðar Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2020 10:50 Hafrún segir að geðheilbrigðisbatteríið hafi verið í viðbragðsstöðu í hruninu árið 2008 að taka við fjölda fólks en engin eftirspurn var sem kom alveg flatt upp á hana og aðra sem þar störfuðu. Afleiðingarnar komu í ljós miklu síðar. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira