Þjálfari Gunna og Conors segir að Mjölnissalurinn sé eins og úr Bond-mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 John Kavanagh er mikill aðdáandi Mjölnissalarins og hann þekkir vel til bestu æfingahúsa heimsins. Getty/David Fitzgerald Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti. MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti.
MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira