Þjálfari Gunna og Conors segir að Mjölnissalurinn sé eins og úr Bond-mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 John Kavanagh er mikill aðdáandi Mjölnissalarins og hann þekkir vel til bestu æfingahúsa heimsins. Getty/David Fitzgerald Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti. MMA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti.
MMA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti