Þjálfari Gunna og Conors segir að Mjölnissalurinn sé eins og úr Bond-mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 John Kavanagh er mikill aðdáandi Mjölnissalarins og hann þekkir vel til bestu æfingahúsa heimsins. Getty/David Fitzgerald Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti. MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti.
MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti