Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir myndbönd af fljúgandi furðuhlutum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:31 Fljúgandi furðuhluturinn sem náðist á eitt myndbandanna. Skjáskot Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“ Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“
Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45
Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52