Fyrir okkur frá vöggu til grafar Logi Einarsson skrifar 28. apríl 2020 08:00 Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun