Fyrir okkur frá vöggu til grafar Logi Einarsson skrifar 28. apríl 2020 08:00 Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar