Leikmenn voru hitamældir inn á æfingar hjá Degi: „Ég vildi slútta þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 20:00 Dagur Sigurðsson er með samning um að stýra Japan til ársins 2024. VÍSIR/GETTY Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira
Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51