Spá sláandi atvinnuleysistölum við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2020 15:47 Frá Mývatnssveit vísir/vilhelm Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“ Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“
Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent