Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2020 13:28 Efnahagur fólks má ekki koma í veg fyrir að það sæki sér viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu að sögn formanns Sálfræðingafélags íslands. vísir/getty Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi. Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi.
Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira