Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Mynd sem forsetaembætti El Salvador gaf út sem sýnir grímuklæddan fangavörð fylgjast með reglulegu eftirliti með föngum í hámarksöryggisfangelsi í Zacatecoluca á laugardag. Vísir/EPA Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira