Geðheilbrigði skiptir máli – ákall stúdenta til Háskólans á Akureyri Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 09:24 Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun