Geðheilbrigði skiptir máli – ákall stúdenta til Háskólans á Akureyri Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 09:24 Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun