Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 20:21 Sigmundur var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira