Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 20:21 Sigmundur var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira