„Við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag“ Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2020 23:42 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir sjötíu ára viðmið vera skýra aldursmismunun. Vísir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04
Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29