„Ævintýralegur hraði“ í þróun bóluefnis Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2020 21:35 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson er vongóður um að gott bóluefni verði komið fram fyrir lok þessa árs. Nú þegar sé eitt bóluefni komið í klínískar prófanir sem sé ótrúlegt í ljósi þess að veiran kom fyrst fram fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Þetta sagði Kári í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar var rætt við hann um niðurstöðurnar sem hafa komið úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar hingað til, hvernig veiran virðist leggjast mismunandi á fólk og hans sýn á framhaldið. „Ætli við séum ekki búin að skima í kringum 11-12 þúsund og erum komin aftur á fullt skrið. Við hægðum á þessum tíma því okkur vantaði pinna, nú eru þeir komnir og við komin af stað,“ segir Kári og bætir við að það sé til nóg af pinnum fyrir um það bil þrjátíu þúsund sýni í viðbót. Þau leiti þó að frekari búnaði svo hægt sé að skima eins lengi og þörf er á. „Það sem mér finnst spennandi þegar ég horfi á þetta allt saman er að við erum með skimun sem hefur átt sér stað í heilbrigðiskerfinu þar sem menn eru að beina sjónum sínum að hópum sem eru í mikilli áhættu að fá sjúkdóminn eða þá sem eru þegar komnir með einkenni. Við erum hins vegar að skima samfélagið almennt og við byrjuðum á því að bjóða fólki upp á það að koma og fá ókeypis próf. Þessir 11-12 þúsund sem við höfum skimað koma úr þeim hópi.“ Skimun fyrir kórónuveirunni fer meðal annars fram hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi.Vísir/Vilhelm Hann segir niðurstöðurnar hingað til sýna að 0,9 prósent þeirra sem koma í skimun séu sýktir. Það sé þó ofmat að heimfæra það á samfélagið allt, því það sé líklegt að margir sem komu í skimun hafi haft ástæðu til. „Við erum að bjóða fólki að koma og það er líklegt að þeir sem eru hræddir komi frekar, og meðal þeirra sem eru hræddir hljóta að vera þeir sem hafa ástæðu til að vera hræddir.“ Sjálfur vonast hann til að tíðnin sé á milli 0,5 til eitt prósent en það muni skýrast betur með slembiúrtakinu sem byrjaði í dag. Nú þegar sé komin nokkuð góð mynd af höfuðborgarsvæðinu en næsta skref sé að fara að skima á landsbyggðinni. „Við erum alltaf að ná í meira og meira af myndinni. Við erum með töluvert góða mynd eins og stendur af höfuðborgarsvæðinu og síðan bætum við við.“ Lítil gögn um malaríulyfið en þess virði að reyna Í gær var greint frá því að Alvogen ætlaði að gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Kári segir margt benda til þess að það sé ekki svo fjarstæðukennt að lyfið virki, en þó sé ekki mikið af gögnum sem styðji það. Það sé þó skiljanlegt að slíkt sé reynt. „Þegar maður stendur í svona stríði, þegar það gengur faraldur yfir landið og menn eru að vissu leyti hjálparlausir, þá seilast menn langt til þess að finna eitthvað sem gæti virkað,“ segir Kári og bætir við að hann myndi sjálfur gera slíkt hið sama. „Ef ég hefði verið að stjórna þessari deild uppi á Landspítala sem er að hlúa að þessu fólki, þá hefði ég sjálfsagt gripið til þessa lyfs.“ Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.visir/vilhelm Allir að leggja hönd á plóg Kári segir mikla vinnu vera farna af stað út í heimi við að reyna að búa til bóluefni. Sjálfur viti hann um tvö fyrirtæki sem eru að vinna að því af miklum krafti en hlutirnir séu að gerast óvenju hratt. „Það eru bóluefni nú þegar komin í klínískar prófanir í mönnum, og þú verður að horfa til þess að þessi veira kom upp á yfirborðið í lok síðasta árs þannig á þremur mánuðum er búið að búa til bóluefni sem er notað og byrjað að reyna það í mönnum. Það er alveg ævintýralegur hraði og ég hef trú á því að við verðum komin með gott bóluefni fyrir lok þessa árs,“ segir Kári og bætir við að það sé mikilvægt. „Vegna þess að þó að þessi faraldur gangi yfir, þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að með þessum stökkbreytingum sem við erum að sjá að þá takist veirunni að komast fram hjá því ónæmi sem hefur myndast gegn henni í því formi sem hún er í dag.“ Hann hrósar þeim Ölmu, Víði og Þórólfi og segir þau hafa staðið sig með eindæmum vel. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það hafa tekist alveg ævintýralega vel. Mér finnst þetta teymi hafa tekið á þessu með æðruleysi, af skynsemi, þau hafa nýtt sér þær upplýsingar sem til eru. Þau hafa ekki látið ýta sér út í að grípa til harðgerðra aðgerða án þess að það sé ástæða til.“ Þá segir hann ríkisstjórnina einnig hafa staðið sig vel. Þau hafi leyft sérfræðingunum að vinna í friði og látið þau sjá um að ákvarða næstu skref. „Þetta er eitt af þessum augnablikum þar sem maður hrósar ríkisstjórn fyrir aðgerðaleysi hennar.“ Áhyggjur af næstu tveimur vikum „Ég held að samkomubannið endist út apríl og lengur en það. Ég held að ef að við komumst út úr þessu erfiðasta, fyrir mitt árið þá höfum við sloppið vel,“ segir Kári. Hann segist hafa áhyggjur af næstu tveimur vikum. Þær muni ákvarða margt varðandi sjúkdóminn. Hann sé þó spenntur að sjá hvað komi út úr slembiúrtaki Íslenskrar erfðagreiningar en von er á marktækri niðurstöðu á föstudagskvöld. „Ég er samt bjartsýnn, ég held að þetta gangi allt saman vel,“ segir Kári, fullviss um að samfélagið komi betra út úr faraldrinum en það var áður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt 1. apríl 2020 18:44 Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Mögulegt að faraldurinn komi aftur og aftur Rætt var við Kára í Ísland í dag í gær. Þar var farið yfir það að Kára þyki óhuggulegt hve banvænn Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, er og það hvort vísindamenn hafi sofið á verðinum í aðdraganda heimsfaraldursins. 27. mars 2020 19:57 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Kári Stefánsson er vongóður um að gott bóluefni verði komið fram fyrir lok þessa árs. Nú þegar sé eitt bóluefni komið í klínískar prófanir sem sé ótrúlegt í ljósi þess að veiran kom fyrst fram fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Þetta sagði Kári í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar var rætt við hann um niðurstöðurnar sem hafa komið úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar hingað til, hvernig veiran virðist leggjast mismunandi á fólk og hans sýn á framhaldið. „Ætli við séum ekki búin að skima í kringum 11-12 þúsund og erum komin aftur á fullt skrið. Við hægðum á þessum tíma því okkur vantaði pinna, nú eru þeir komnir og við komin af stað,“ segir Kári og bætir við að það sé til nóg af pinnum fyrir um það bil þrjátíu þúsund sýni í viðbót. Þau leiti þó að frekari búnaði svo hægt sé að skima eins lengi og þörf er á. „Það sem mér finnst spennandi þegar ég horfi á þetta allt saman er að við erum með skimun sem hefur átt sér stað í heilbrigðiskerfinu þar sem menn eru að beina sjónum sínum að hópum sem eru í mikilli áhættu að fá sjúkdóminn eða þá sem eru þegar komnir með einkenni. Við erum hins vegar að skima samfélagið almennt og við byrjuðum á því að bjóða fólki upp á það að koma og fá ókeypis próf. Þessir 11-12 þúsund sem við höfum skimað koma úr þeim hópi.“ Skimun fyrir kórónuveirunni fer meðal annars fram hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi.Vísir/Vilhelm Hann segir niðurstöðurnar hingað til sýna að 0,9 prósent þeirra sem koma í skimun séu sýktir. Það sé þó ofmat að heimfæra það á samfélagið allt, því það sé líklegt að margir sem komu í skimun hafi haft ástæðu til. „Við erum að bjóða fólki að koma og það er líklegt að þeir sem eru hræddir komi frekar, og meðal þeirra sem eru hræddir hljóta að vera þeir sem hafa ástæðu til að vera hræddir.“ Sjálfur vonast hann til að tíðnin sé á milli 0,5 til eitt prósent en það muni skýrast betur með slembiúrtakinu sem byrjaði í dag. Nú þegar sé komin nokkuð góð mynd af höfuðborgarsvæðinu en næsta skref sé að fara að skima á landsbyggðinni. „Við erum alltaf að ná í meira og meira af myndinni. Við erum með töluvert góða mynd eins og stendur af höfuðborgarsvæðinu og síðan bætum við við.“ Lítil gögn um malaríulyfið en þess virði að reyna Í gær var greint frá því að Alvogen ætlaði að gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Kári segir margt benda til þess að það sé ekki svo fjarstæðukennt að lyfið virki, en þó sé ekki mikið af gögnum sem styðji það. Það sé þó skiljanlegt að slíkt sé reynt. „Þegar maður stendur í svona stríði, þegar það gengur faraldur yfir landið og menn eru að vissu leyti hjálparlausir, þá seilast menn langt til þess að finna eitthvað sem gæti virkað,“ segir Kári og bætir við að hann myndi sjálfur gera slíkt hið sama. „Ef ég hefði verið að stjórna þessari deild uppi á Landspítala sem er að hlúa að þessu fólki, þá hefði ég sjálfsagt gripið til þessa lyfs.“ Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.visir/vilhelm Allir að leggja hönd á plóg Kári segir mikla vinnu vera farna af stað út í heimi við að reyna að búa til bóluefni. Sjálfur viti hann um tvö fyrirtæki sem eru að vinna að því af miklum krafti en hlutirnir séu að gerast óvenju hratt. „Það eru bóluefni nú þegar komin í klínískar prófanir í mönnum, og þú verður að horfa til þess að þessi veira kom upp á yfirborðið í lok síðasta árs þannig á þremur mánuðum er búið að búa til bóluefni sem er notað og byrjað að reyna það í mönnum. Það er alveg ævintýralegur hraði og ég hef trú á því að við verðum komin með gott bóluefni fyrir lok þessa árs,“ segir Kári og bætir við að það sé mikilvægt. „Vegna þess að þó að þessi faraldur gangi yfir, þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að með þessum stökkbreytingum sem við erum að sjá að þá takist veirunni að komast fram hjá því ónæmi sem hefur myndast gegn henni í því formi sem hún er í dag.“ Hann hrósar þeim Ölmu, Víði og Þórólfi og segir þau hafa staðið sig með eindæmum vel. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það hafa tekist alveg ævintýralega vel. Mér finnst þetta teymi hafa tekið á þessu með æðruleysi, af skynsemi, þau hafa nýtt sér þær upplýsingar sem til eru. Þau hafa ekki látið ýta sér út í að grípa til harðgerðra aðgerða án þess að það sé ástæða til.“ Þá segir hann ríkisstjórnina einnig hafa staðið sig vel. Þau hafi leyft sérfræðingunum að vinna í friði og látið þau sjá um að ákvarða næstu skref. „Þetta er eitt af þessum augnablikum þar sem maður hrósar ríkisstjórn fyrir aðgerðaleysi hennar.“ Áhyggjur af næstu tveimur vikum „Ég held að samkomubannið endist út apríl og lengur en það. Ég held að ef að við komumst út úr þessu erfiðasta, fyrir mitt árið þá höfum við sloppið vel,“ segir Kári. Hann segist hafa áhyggjur af næstu tveimur vikum. Þær muni ákvarða margt varðandi sjúkdóminn. Hann sé þó spenntur að sjá hvað komi út úr slembiúrtaki Íslenskrar erfðagreiningar en von er á marktækri niðurstöðu á föstudagskvöld. „Ég er samt bjartsýnn, ég held að þetta gangi allt saman vel,“ segir Kári, fullviss um að samfélagið komi betra út úr faraldrinum en það var áður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt 1. apríl 2020 18:44 Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Mögulegt að faraldurinn komi aftur og aftur Rætt var við Kára í Ísland í dag í gær. Þar var farið yfir það að Kára þyki óhuggulegt hve banvænn Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, er og það hvort vísindamenn hafi sofið á verðinum í aðdraganda heimsfaraldursins. 27. mars 2020 19:57 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt 1. apríl 2020 18:44
Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23
Mögulegt að faraldurinn komi aftur og aftur Rætt var við Kára í Ísland í dag í gær. Þar var farið yfir það að Kára þyki óhuggulegt hve banvænn Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, er og það hvort vísindamenn hafi sofið á verðinum í aðdraganda heimsfaraldursins. 27. mars 2020 19:57