Munum hrökkva lengi við þegar einhver hnerrar Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. apríl 2020 11:00 Hversu vel mun fólki líða innan um fjölmenni velta framtíðarfræðingar meðal annars fyrir sér. Vísir/Getty „Við munum hrökkva lengi við þegar einhver hnerrar“ segir einn af þremur framtíðarfræðingum í viðtali við vefsíðu Financial Times, Sifted, fyrir stuttu um áhrif kórónuveirunnar. Til samanburðar nefnir hann árásina á tvíburnaturnana í New York árið 2001 en í kjölfar hennar óttaðist margt fólk alla múslima í flugvélum lengi á eftir. Í umræddri grein velta framtíðarfræðingar fyrir sér þeim varanlegu áhrifum sem kórónuveiran mun hafa á atvinnulífið. Að þeirra mati verða þau bæði mikil og margvísleg. Það eigi reyndar einnig við um hið opinbera. Sem dæmi er heilbrigðiskerfið nefnt og því líkt við rekstur „start up“ fyrirtækja síðustu vikurnar. Samnýting upplýsinga og hraðar ákvarðanatökur hafa verið meðal einkenna. Því þurfi að velta þeirri spurningu upp hversu rétt er að fara aftur í sama horfið þegar faraldri lýkur. Þá kemur fram sú skoðun að þær raddir sem heyrst hafa síðustu misseri um að tilgangur reksturs feli meira í sér en að hámarka hagnað, muni gerast háværari og brýnni. Þeirri spurningu er einnig kastað fram hvort fyrirtæki eigi ekki eftir að draga úr kostnaði vegna ferðalaga nú þegar fjarfundarbúnaður hefur sýnt sig og sannað. Sömuleiðis er þeirri spurningu velt upp hvort rekstur kvikmyndahúsa, veitingastaða, leikvanga og fleiri muni breytast þar sem fólki mun finnast óþægilegt að vera innan um fjölmenni. Að panta sér mat heim og horfa á efnisveitur sé eitthvað sem fólk hafi tamið sér í auknum mæli síðustu vikurnar og sé komið upp á lagið með. Og hvað með allt eftirlit um heilsu og smit? Amazon hefur til dæmis tilkynnt það að starfsmenn þeirra í Evrópu séu hitamældir daglega. Velta menn því nú fyrir sér hvort þetta sé dæmi um það sem koma skal. Eitt nefnt atriði snýr að ráðningum og því spáð að fyrirtæki muni í auknum mæli treysta á verktaka og lausráðna starfsmenn. Þannig verði auðveldara að grípa til uppsagna eða fækkunar starfsfólks ef/þegar áfall ríður yfir. Eða að fastráða starfsfólk sem er líklegt til að styrkja sveigjanleika fyrirtækisins og þar með getu til að takast á við óvænt áföll. Þá kemur fram að þótt fyrirtæki séu nú upptekin við að teikna upp mismunandi sviðsmyndir til að ná tökum á rekstrinum næstu misseri, sé ekkert síður mikilvægt að fyrirtæki undirbúi sig vel undir næsta faraldur eða kreppu. Þar liggi nú þegar fyrir ýmsar sviðsmyndir og spár sem sýni jafnvel enn meira hrun en í kjölfar kórónufaraldurs. Vefsíðan Sifted bættist við í flóru Financial Times í janúar árið 2019 og sérhæfir sig í umfjöllun fyrrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki í Evrópu, þ.m.t. umfjöllun um íslenska aðila. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
„Við munum hrökkva lengi við þegar einhver hnerrar“ segir einn af þremur framtíðarfræðingum í viðtali við vefsíðu Financial Times, Sifted, fyrir stuttu um áhrif kórónuveirunnar. Til samanburðar nefnir hann árásina á tvíburnaturnana í New York árið 2001 en í kjölfar hennar óttaðist margt fólk alla múslima í flugvélum lengi á eftir. Í umræddri grein velta framtíðarfræðingar fyrir sér þeim varanlegu áhrifum sem kórónuveiran mun hafa á atvinnulífið. Að þeirra mati verða þau bæði mikil og margvísleg. Það eigi reyndar einnig við um hið opinbera. Sem dæmi er heilbrigðiskerfið nefnt og því líkt við rekstur „start up“ fyrirtækja síðustu vikurnar. Samnýting upplýsinga og hraðar ákvarðanatökur hafa verið meðal einkenna. Því þurfi að velta þeirri spurningu upp hversu rétt er að fara aftur í sama horfið þegar faraldri lýkur. Þá kemur fram sú skoðun að þær raddir sem heyrst hafa síðustu misseri um að tilgangur reksturs feli meira í sér en að hámarka hagnað, muni gerast háværari og brýnni. Þeirri spurningu er einnig kastað fram hvort fyrirtæki eigi ekki eftir að draga úr kostnaði vegna ferðalaga nú þegar fjarfundarbúnaður hefur sýnt sig og sannað. Sömuleiðis er þeirri spurningu velt upp hvort rekstur kvikmyndahúsa, veitingastaða, leikvanga og fleiri muni breytast þar sem fólki mun finnast óþægilegt að vera innan um fjölmenni. Að panta sér mat heim og horfa á efnisveitur sé eitthvað sem fólk hafi tamið sér í auknum mæli síðustu vikurnar og sé komið upp á lagið með. Og hvað með allt eftirlit um heilsu og smit? Amazon hefur til dæmis tilkynnt það að starfsmenn þeirra í Evrópu séu hitamældir daglega. Velta menn því nú fyrir sér hvort þetta sé dæmi um það sem koma skal. Eitt nefnt atriði snýr að ráðningum og því spáð að fyrirtæki muni í auknum mæli treysta á verktaka og lausráðna starfsmenn. Þannig verði auðveldara að grípa til uppsagna eða fækkunar starfsfólks ef/þegar áfall ríður yfir. Eða að fastráða starfsfólk sem er líklegt til að styrkja sveigjanleika fyrirtækisins og þar með getu til að takast á við óvænt áföll. Þá kemur fram að þótt fyrirtæki séu nú upptekin við að teikna upp mismunandi sviðsmyndir til að ná tökum á rekstrinum næstu misseri, sé ekkert síður mikilvægt að fyrirtæki undirbúi sig vel undir næsta faraldur eða kreppu. Þar liggi nú þegar fyrir ýmsar sviðsmyndir og spár sem sýni jafnvel enn meira hrun en í kjölfar kórónufaraldurs. Vefsíðan Sifted bættist við í flóru Financial Times í janúar árið 2019 og sérhæfir sig í umfjöllun fyrrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki í Evrópu, þ.m.t. umfjöllun um íslenska aðila.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira