Plokka rusl við heilbrigðisstofnanir á Stóra Plokkdeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 08:59 Plokkarar munu beina sjónum sínum að heilbrigðisstofnunum í dag. Plokk á Íslandi/aðsend Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira