Ekki víst að áfengisneysla hafi aukist þrátt fyrir meiri sölu hjá ÁTVR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2020 20:35 Áfengissala í Vínbúðinni hefur aukist um 18% frá því á sama tímabili í fyrra. Vísir/Vilhelm Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum. Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum.
Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33
Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11
Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent