„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 16:23 Þrjátíu ára afmælismynd Hubble-geimsjónaukans sem hefur fengið nafnið „Geimkórallinn“. NASA/ESA Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04
Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01
Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09