„Frábær árangur á EM veldur því að við fáum HM-sætið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 14:56 Guðmundur er á leið á sitt tólfta stórmót sem aðalþjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/andri marinó Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21