Dr. Ögmundur stýrir Fiskistofu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 14:10 Dr. Ögmundur Knútsson Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára. Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára.
Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira