Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:21 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kveðst mjög meðvitaður um áhuga sveitarstjórnarmanna og þingmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira