Með sanngjarnari verðlagningu yrði ferðaþjónustunni tekið fagnandi Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 11:20 Þórarinn Ævarsson, sem líklega verður kenndur við Spaðann á næstunni, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/gulli „Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira
„Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira