Undirstaða hinna dreifðu byggða Magnús Skúlason skrifar 24. apríl 2020 10:00 Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár. Byggðir hafa verið upp innviðir af miklum metnaði en jafnframt varfærni og framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Nú er þessu atvinnuöryggi ógnað með stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi af norskum stofni við landið. Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum skaðar hann með erfðablöndun villta íslenska laxastofna og dregur úr hæfileikum þeirra til að lifa af í sýnu náttúrulega umhverfi. 3.400 heimili „Nytjar villta laxa- og silungsstofna er undirstaða hinna dreifðu byggða,“ benti Einar K. Guðfinnson einu sinni á úr ræðustól á Alþingi. Nú er hann orðinn launaður talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækjanna og fer þar fyrir þeim sem vilja engu skeyta um velferð villta íslenska laxins. Meira en 60 prósent ráðstöfunartekna hlunnindabænda í Borgarbyggð koma af laxinum og í Húnavatnssýslum er þetta hlutfall um 40 prósent. Alls eru heimili sem að nytja hina villtu stofna um 3.400 á Íslandi . Fjölmörg sumarstörf eru í kringum árnar. Í veiðifélagi Þverár, þar sem ég þekki best til, eru tæp 30 störf. Alls eru veiðifélög landsins 212 en veiðifélag er lögbundið samvinnufélag eigenda bújarða um skipulag veiða í hverju fiskihverfi, eins og segir í lögunum, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Kúamykja við Hörpu Ef ég myndi tæma eina haugsugu af kúamykju við hliðina á á Hörpu yrði ég sjálfsagt handjárnaður strax. Sjókvíaeldinu leyfist aftur ámóti að sturta laxaúrgangi á afmarkað svæði sem er jafnstór úrgangshrúga og Harpan. Það virðist ekki vera umhverfisráðherra til í þessu landi þegar kemur að sjókvíaeldinu. Hér ganga sumir ráðherrar erinda grímulausrar hagsmunagæslu fámennrar klíku norskra auðmanna og koma hagsmunagæslumönnum í ráð og nefndir sem fjalla um sjókvíaeldismál. Erlendir stangveiðiferðamenn á hlaðinu við Norðtungu í Borgarfirði árið 1920. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir í þessu máli. Umhverfislega stefnir í stórslys að sturta jafnmiklum lífsmassa af úrgangi á afmarkað svæði sem mun valda óaffturkræfum áhrifum á lífríki þar sem viðkvæmar sjávarlífverur vaxa upp. Svíar hafa bannað sjókvíaelda og hyggja á umfangsmikið landeldi. Þannig yrði hag allra borgið. Umhverfissinna, veiðimanna, eldismanna og þeirra sem nýta villta laxa- og silungsstofna. Áróðursblekking Strokulaxar úr opnum sjókvíum geta auðveldlega synt mörg hundruð kílómetra. Það er allt landið undir. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn fari að opna augun fyrir þerri vá sem að landsbyggð steðjar og okkar umhverfi. Í okkar landi eru mörg þúsund umhverfissinnar, laxveiðimenn og hlunnindabændur en ekkert stjórnarafl þorir að taka stöðu með okkur og fá mörg þúsund atkvæði. Tími er kominn að stöðva þessa firringu og koma eldinu uppá land. Sjókvíeldisfyrirtækin hafa aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þetta er af stærstum hluta í erlendri eigu og allt tal um há útflutningsverðmæti er þess vegna áróðursblekking fyrir íslenskt efnahagslíf. Þingmenn veitið okkur liðsinni! Öll ferðaþjónusta er viðkvæm, það hafa fordæmalausar aðstæður dagsins í dag kennt okkur. Sífellt fleiri fréttir spyrjast út af götum í sjókvíum. Þessi sleppifiskar menga þá villtu laxastofna sem við byggjum afkomu okkar á. Nágrannaþjóðir okkar eru í auknu mæli að stíga fram og banna sjókvíaeldi vegna skaðsemi þessa iðnaðar á lífríkið og umhverfið. Við í sveitum landsins köllum eftir þingmönnum sem vilja veita okkur liðsinni við að verja þessi efnahagslegu verðmæti okkar og náttúrulegu verðmæti allrar þjóðarinnar. Breytum rétt. Það eru fleiri kynslóðir sem ætla að búa í þessu landi. Höfundur er bóndi í Norðtungu formaður Veiðifélags Þverár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár. Byggðir hafa verið upp innviðir af miklum metnaði en jafnframt varfærni og framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Nú er þessu atvinnuöryggi ógnað með stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi af norskum stofni við landið. Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum skaðar hann með erfðablöndun villta íslenska laxastofna og dregur úr hæfileikum þeirra til að lifa af í sýnu náttúrulega umhverfi. 3.400 heimili „Nytjar villta laxa- og silungsstofna er undirstaða hinna dreifðu byggða,“ benti Einar K. Guðfinnson einu sinni á úr ræðustól á Alþingi. Nú er hann orðinn launaður talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækjanna og fer þar fyrir þeim sem vilja engu skeyta um velferð villta íslenska laxins. Meira en 60 prósent ráðstöfunartekna hlunnindabænda í Borgarbyggð koma af laxinum og í Húnavatnssýslum er þetta hlutfall um 40 prósent. Alls eru heimili sem að nytja hina villtu stofna um 3.400 á Íslandi . Fjölmörg sumarstörf eru í kringum árnar. Í veiðifélagi Þverár, þar sem ég þekki best til, eru tæp 30 störf. Alls eru veiðifélög landsins 212 en veiðifélag er lögbundið samvinnufélag eigenda bújarða um skipulag veiða í hverju fiskihverfi, eins og segir í lögunum, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Kúamykja við Hörpu Ef ég myndi tæma eina haugsugu af kúamykju við hliðina á á Hörpu yrði ég sjálfsagt handjárnaður strax. Sjókvíaeldinu leyfist aftur ámóti að sturta laxaúrgangi á afmarkað svæði sem er jafnstór úrgangshrúga og Harpan. Það virðist ekki vera umhverfisráðherra til í þessu landi þegar kemur að sjókvíaeldinu. Hér ganga sumir ráðherrar erinda grímulausrar hagsmunagæslu fámennrar klíku norskra auðmanna og koma hagsmunagæslumönnum í ráð og nefndir sem fjalla um sjókvíaeldismál. Erlendir stangveiðiferðamenn á hlaðinu við Norðtungu í Borgarfirði árið 1920. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir í þessu máli. Umhverfislega stefnir í stórslys að sturta jafnmiklum lífsmassa af úrgangi á afmarkað svæði sem mun valda óaffturkræfum áhrifum á lífríki þar sem viðkvæmar sjávarlífverur vaxa upp. Svíar hafa bannað sjókvíaelda og hyggja á umfangsmikið landeldi. Þannig yrði hag allra borgið. Umhverfissinna, veiðimanna, eldismanna og þeirra sem nýta villta laxa- og silungsstofna. Áróðursblekking Strokulaxar úr opnum sjókvíum geta auðveldlega synt mörg hundruð kílómetra. Það er allt landið undir. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn fari að opna augun fyrir þerri vá sem að landsbyggð steðjar og okkar umhverfi. Í okkar landi eru mörg þúsund umhverfissinnar, laxveiðimenn og hlunnindabændur en ekkert stjórnarafl þorir að taka stöðu með okkur og fá mörg þúsund atkvæði. Tími er kominn að stöðva þessa firringu og koma eldinu uppá land. Sjókvíeldisfyrirtækin hafa aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þetta er af stærstum hluta í erlendri eigu og allt tal um há útflutningsverðmæti er þess vegna áróðursblekking fyrir íslenskt efnahagslíf. Þingmenn veitið okkur liðsinni! Öll ferðaþjónusta er viðkvæm, það hafa fordæmalausar aðstæður dagsins í dag kennt okkur. Sífellt fleiri fréttir spyrjast út af götum í sjókvíum. Þessi sleppifiskar menga þá villtu laxastofna sem við byggjum afkomu okkar á. Nágrannaþjóðir okkar eru í auknu mæli að stíga fram og banna sjókvíaeldi vegna skaðsemi þessa iðnaðar á lífríkið og umhverfið. Við í sveitum landsins köllum eftir þingmönnum sem vilja veita okkur liðsinni við að verja þessi efnahagslegu verðmæti okkar og náttúrulegu verðmæti allrar þjóðarinnar. Breytum rétt. Það eru fleiri kynslóðir sem ætla að búa í þessu landi. Höfundur er bóndi í Norðtungu formaður Veiðifélags Þverár.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun