Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Samúel Karl Ólason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. apríl 2020 20:00 Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira