Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál Anastasía Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2020 16:30 Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál. Skortur á sálfræðiþjónustu skerðir aðgang nemenda að námi og getur álag í háskólanámi komið í veg fyrir möguleika þeirra til náms og leitt til brottfalls. Það er mikilvægt að nemendum standi til boða sálfræðiþjónusta í þeirra nærumhverfi, þeim að kostnaðarlausu, þegar álagið verður of mikið. Í nýlegri rannsókn mældist um þriðjungur háskólanema yfir klínískum mörkum þunglyndis og 19 prósent yfir klínískum mörkum kvíða. Þessi staðreynd hefur verið síendurtekin frá því að rannsókn Andra Hauksteins Oddssonar og Halldóru Bjargar Rafnsdóttur var framkvæmd og birt árið 2018. Fulltrúar stúdenta í háskólum landsins hafa bent háskólunum og ríkinu á þessar niðurstöður með einhverjum framförum, þó enn sé langt í land. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nemendum sínum upp á gagnreyndar og ósérhæfðar hugrænar atferlismeðferðir við þunglyndi og kvíða. Auk þess hóf þriðji sálfræðingurinn við Háskóla Íslands nýlega störf. Þetta er komið til að miklu leyti vegna þrýstings frá stúdentafélögum og samtökum og hefur aukin aðsókn og langir biðlistar í þessar meðferðir sýnt á mikilvægi og þörf þess að bjóða upp á þessa þjónustu. Við krefjumst enn frekari aðgerða til að koma til móts við það geðveika álag sem liggur á stúdentum. Líkt og Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS, nefndi í grein sinni „Geðveikt álag“ hefur bág fjárhagsstaða stúdenta mikil áhrif á möguleika þeirra til að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir rannsóknir sem sýna fram á að geðheilsu stúdenta fari hrakandi eiga stúdentar sjaldan tugi þúsunda til þess að sækja sér sálfræðimeðferð, auk þess sem að sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. Þetta úrræði er því ekki kostur fyrir marga, hvað þá nemendur sem hafa oft á tíðum minna á milli handanna. Aukin sálfræðiþjónusta innan háskólanna getur verið til staðar með snemmt inngrip og fyrsta stigs forvarnir þegar álagið á nemendur fer að segja af sér. Þetta getur komið í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækum úrræðum seinna á lífsleiðinni. Það þarf þó að hafa fleira í huga en fjárhagsstöðu stúdenta í þessu samhengi. Nauðsynlegt er að fjölbreyttum hópi nemenda sé boðin fjölbreytt aðstoð. Í nýlegri breskri rannsókn sýndu niðurstöður að þeir einstaklingar sem skilgreindu sig sem kynsegin eða af öðru kyni voru í töluvert meiri hættu á að þróa með sér geðræn vandamál eða upplifa einhverskonar andlega vanlíðan. Rannsakendunum þótti líklegt að þetta væri vegna aldurs meirihluta þeirra sem stundar nám við háskóla. Það eru ungir einstaklingar sem fara í gegnum mikið umbreytingaskeið á þeim tíma sem þeir eru í námi og láta því gjarnan í ljós kynvitund sína fyrst í háskólaumhverfinu. Til viðbótar við álag í námi þurfa þessir nemendur því að takast á við miklar breytingar í lífi sínu. Einnig hafa LÍS vegna Student Refugees Iceland, verkefni samtakanna sem snýr að því að auka aðgengi flóttafólks á Íslandi að háskólanámi, lært að hindranir nemenda með flóttamanna bakgrunn eru töluvert fleiri heldur en annarra nemenda á Íslandi. Meðal hindrana á borð við mat á námi, tungumálakunnáttu og fjárhagslegra erfiðleika getur staða þeirra innan háskólanna haft áhrif á líðan þeirra í háskólanáminu. Nemendur með flóttamannabakgrunn eru skilgreindir sem íslenskir nemar í kerfi skólanna og njóta því ekki góðs af þeirri þjónustu sem býðst alþjóðlegum nemum, en skortir einnig upplýsingar til að nýta sér þá þjónustu sem býðst íslenskum nemum. Þeir falla því milli tveggja kerfa. Þessir nemendur eru samt sem áður að upplifa margt í fyrsta skipti og ganga í gegnum miklar breytingar í sínu lífi, auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem hafa flóttamannabakgrunn kljást oft á tíðum við mikla andlega erfiðleika ofan á það álag sem námið er. Það er mikilvægt að háskólinn hugi að þessum jaðarhópum, auki sálfræðiþjónustuna í háskólum og gangi úr skugga um að hún þjóni öllum þeim nemendahópi sem finnst innan veggja háskólanna. Það er lykilatriði fyrir alla háskóla að efla þann hóp nemenda sem er innan skólans, með öllum þeim fjölbreytileika sem hópurinn hefur. Skortur á sálfræðiþjónustu og úrræðum fyrir alla stúdenta, eins fjölbreyttur og sá hópur getur verið, innan háskólanna skerðir aðgengi þeirra að háskólum landsins. Allir stúdentar eiga að njóta jafns aðgangs að háskólanámi, óháð því hver geðheilsa þeirra er. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu innan háskóla leiðir til jafnari tækifæra til menntunar. Höfundur er jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð samtakanna. Skrifaðu undir ákall LÍS eftir bættri geðheilbrigðisþjónustu hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Jafnréttismál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál. Skortur á sálfræðiþjónustu skerðir aðgang nemenda að námi og getur álag í háskólanámi komið í veg fyrir möguleika þeirra til náms og leitt til brottfalls. Það er mikilvægt að nemendum standi til boða sálfræðiþjónusta í þeirra nærumhverfi, þeim að kostnaðarlausu, þegar álagið verður of mikið. Í nýlegri rannsókn mældist um þriðjungur háskólanema yfir klínískum mörkum þunglyndis og 19 prósent yfir klínískum mörkum kvíða. Þessi staðreynd hefur verið síendurtekin frá því að rannsókn Andra Hauksteins Oddssonar og Halldóru Bjargar Rafnsdóttur var framkvæmd og birt árið 2018. Fulltrúar stúdenta í háskólum landsins hafa bent háskólunum og ríkinu á þessar niðurstöður með einhverjum framförum, þó enn sé langt í land. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nemendum sínum upp á gagnreyndar og ósérhæfðar hugrænar atferlismeðferðir við þunglyndi og kvíða. Auk þess hóf þriðji sálfræðingurinn við Háskóla Íslands nýlega störf. Þetta er komið til að miklu leyti vegna þrýstings frá stúdentafélögum og samtökum og hefur aukin aðsókn og langir biðlistar í þessar meðferðir sýnt á mikilvægi og þörf þess að bjóða upp á þessa þjónustu. Við krefjumst enn frekari aðgerða til að koma til móts við það geðveika álag sem liggur á stúdentum. Líkt og Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS, nefndi í grein sinni „Geðveikt álag“ hefur bág fjárhagsstaða stúdenta mikil áhrif á möguleika þeirra til að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir rannsóknir sem sýna fram á að geðheilsu stúdenta fari hrakandi eiga stúdentar sjaldan tugi þúsunda til þess að sækja sér sálfræðimeðferð, auk þess sem að sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. Þetta úrræði er því ekki kostur fyrir marga, hvað þá nemendur sem hafa oft á tíðum minna á milli handanna. Aukin sálfræðiþjónusta innan háskólanna getur verið til staðar með snemmt inngrip og fyrsta stigs forvarnir þegar álagið á nemendur fer að segja af sér. Þetta getur komið í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækum úrræðum seinna á lífsleiðinni. Það þarf þó að hafa fleira í huga en fjárhagsstöðu stúdenta í þessu samhengi. Nauðsynlegt er að fjölbreyttum hópi nemenda sé boðin fjölbreytt aðstoð. Í nýlegri breskri rannsókn sýndu niðurstöður að þeir einstaklingar sem skilgreindu sig sem kynsegin eða af öðru kyni voru í töluvert meiri hættu á að þróa með sér geðræn vandamál eða upplifa einhverskonar andlega vanlíðan. Rannsakendunum þótti líklegt að þetta væri vegna aldurs meirihluta þeirra sem stundar nám við háskóla. Það eru ungir einstaklingar sem fara í gegnum mikið umbreytingaskeið á þeim tíma sem þeir eru í námi og láta því gjarnan í ljós kynvitund sína fyrst í háskólaumhverfinu. Til viðbótar við álag í námi þurfa þessir nemendur því að takast á við miklar breytingar í lífi sínu. Einnig hafa LÍS vegna Student Refugees Iceland, verkefni samtakanna sem snýr að því að auka aðgengi flóttafólks á Íslandi að háskólanámi, lært að hindranir nemenda með flóttamanna bakgrunn eru töluvert fleiri heldur en annarra nemenda á Íslandi. Meðal hindrana á borð við mat á námi, tungumálakunnáttu og fjárhagslegra erfiðleika getur staða þeirra innan háskólanna haft áhrif á líðan þeirra í háskólanáminu. Nemendur með flóttamannabakgrunn eru skilgreindir sem íslenskir nemar í kerfi skólanna og njóta því ekki góðs af þeirri þjónustu sem býðst alþjóðlegum nemum, en skortir einnig upplýsingar til að nýta sér þá þjónustu sem býðst íslenskum nemum. Þeir falla því milli tveggja kerfa. Þessir nemendur eru samt sem áður að upplifa margt í fyrsta skipti og ganga í gegnum miklar breytingar í sínu lífi, auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem hafa flóttamannabakgrunn kljást oft á tíðum við mikla andlega erfiðleika ofan á það álag sem námið er. Það er mikilvægt að háskólinn hugi að þessum jaðarhópum, auki sálfræðiþjónustuna í háskólum og gangi úr skugga um að hún þjóni öllum þeim nemendahópi sem finnst innan veggja háskólanna. Það er lykilatriði fyrir alla háskóla að efla þann hóp nemenda sem er innan skólans, með öllum þeim fjölbreytileika sem hópurinn hefur. Skortur á sálfræðiþjónustu og úrræðum fyrir alla stúdenta, eins fjölbreyttur og sá hópur getur verið, innan háskólanna skerðir aðgengi þeirra að háskólum landsins. Allir stúdentar eiga að njóta jafns aðgangs að háskólanámi, óháð því hver geðheilsa þeirra er. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu innan háskóla leiðir til jafnari tækifæra til menntunar. Höfundur er jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð samtakanna. Skrifaðu undir ákall LÍS eftir bættri geðheilbrigðisþjónustu hér.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun