Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 16:11 Heilbrigðisyfirvöld vilja spara hlífðarbúnað eins og grímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir og umgengst COVID-sýkta einstaklinga. Þau telja vafasamt hvort almenn notkun á grímum hjálpi til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51
Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40