Blómasala í miklum blóma þvert á væntingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 15:30 Blómin gleðja. Unsplash/Ivan Jectic Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira